Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 465. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 740  —  465. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fjárveitingar til þjóðlegra greina við Háskóla Íslands.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Hvernig hafa þær 40 millj. kr. verið nýttar sem veittar voru á fjárlögum fyrir árið 2007 á liðnum 02-201-1.01 til að „styðja við þjóðlegar greinar“ við Háskóla Íslands?
     2.      Hvaða greinar hafa notið fjárins og hvernig hefur því verið varið í hverri grein um sig?
     3.      Telur ráðherra frekari þörf á að styðja umræddar greinar við Háskóla Íslands?