Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 622. máls.

Þskj. 996  —  622. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu samninga um veiðar
úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008.

(Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008 sem gerðir voru í London 12. nóvember 2007:
     1.      Sameiginlega bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2008.
     2.      Samkomulag milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, fiskveiðilögsögu Jan Mayen og efnahagslögsögu Íslands á árinu 2008.
     3.      Samkomulag milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2008.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á eftirtöldum samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008 sem gerðir voru í London 12. nóvember 2007: 1. sameiginlegri bókun milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2008; 2. samkomulagi milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, fiskveiðilögsögu Jan Mayen og efnahagslögsögu Íslands á árinu 2008; og 3. samkomulagi milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2008. Sameiginlega bókunin er prentuð sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari, samkomulagið við Noreg sem fylgiskjal II og samkomulagið við Rússneska sambandsríkið sem fylgiskjal III.
    Á fundi strandríkjanna Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands, auk Evrópubandalagsins, í London 12. nóvember 2007 náðist samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008. Í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og fyrri ákvörðun aðila um nýtingarstefnu til lengri tíma var heildaraflamark ákveðið 1.518.000 lestir, sbr. sameiginlegu bókunina, fylgiskjal I. Veiðiheimildir aðila á árinu 2008 verða sem hér segir:

    Ísland     220.262 lestir
    Færeyjar     78.329 lestir
    Noregur     925.980 lestir
    Rússneska sambandsríkið     194.607 lestir
    Evrópubandalagið     98.822 lestir

    Í sameiginlegu bókuninni er gert ráð fyrir að heimilt verði að færa hluta kvóta milli ára til að skapa sveigjanleika við nýtingu veiðiheimildanna. Hver aðili getur fært ónotaðan hluta veiðiheimildar, allt að 10% af þeim kvóta sem honum er úthlutað fyrir árið 2008, yfir á þann kvóta sem honum verður úthlutað fyrir árið 2009. Hver aðili getur einnig heimilað skipum sínum að veiða allt að 10% umfram hinn úthlutaða kvóta á árinu 2008 og skal þá það magn, sem veitt er umfram kvótann fyrir árið 2008, dregið frá kvóta aðilans fyrir árið 2009.
    Samhliða hinni fimmhliða sameiginlegu bókun voru gerðir ýmsir tvíhliða samningar milli aðilanna, einkum um heimildir til síldveiða í lögsögu hvers annars á árinu 2008. Samkvæmt tvíhliða samkomulagi milli Íslands og Noregs, sbr. fylgiskjal II, fá íslensk skip ótakmarkaðan aðgang að fiskveiðilögsögu Jan Mayen og mega veiða 40.986 lestir af kvóta Íslands í efnahagslögsögunni við meginland Noregs norðan 62°N. Norsk skip fá heimild til að veiða 106.734 lestir í íslenskri lögsögu. Veiði íslensk fiskiskip minna en 30.360 lestir af síld í efnahagslögsögu Noregs á árinu 2008 mun Noregur færa 1.518 lestir af síldarkvóta sínum á árinu 2009 til Íslands.
    Samkvæmt tvíhliða samkomulagi milli Íslands og Rússlands er rússneskum skipum veitt heimild til að veiða allt að 6.539 lestir á takmörkuðu svæði í austurhluta efnahagslögsögu Íslands, sbr. fylgiskjal III.
    Tekið skal fram að í samningi milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2008, sem gengið var frá með bréfaskiptum í Þórshöfn og Reykjavík 3. og 9. apríl 2008, er kveðið á um að skipum hvors aðila verði heimilt að veiða allan sinn kvóta í norsk-íslenskri síld í lögsögu hins. Samhliða þingsályktunartillögu þessari er lögð fram þingsályktunartillaga um staðfestingu þess samnings.
    Sameiginlegu bókuninni og tvíhliða samningum á grundvelli hennar skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2008. Bókunin og samningarnir öðlast gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri innlendri málsmeðferð sé lokið.

Fylgiskjal I.


SAMEIGINLEG BÓKUN
um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2008.


1.     Sendinefnd Rússneska sambandsríkisins undir forystu Sergey Belikov, sendinefnd Evrópubandalagsins undir forystu Constantin Alexandrou, sendinefnd Færeyja undir forystu Kate Sanderson, sendinefnd Íslands undir forystu Stefáns Ásmundssonar og sendinefnd Noregs undir forystu Sigrun M. Holst/ Johán H. Williams hittust í London 25. október og 12. nóvember 2007 til að eiga viðræður um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008.


2.     Sendinefndirnar komu sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, að því fyrirkomulagi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008, sem greinir í I. viðauka við bókun þessa, verði komið á. Sendinefndirnar lýstu þeirri ætlan sinni að leitast við að ná stöðugleika í hlutdeild aðila í fyrirkomulagi stjórnunar í framtíðinni. Enn fremur komu þær sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, það fyrirkomulag langtímastjórnunar sem greinir í II. viðauka.
3.     Bókun þessari, ásamt tvíhliða samningum sem tengjast framkvæmd hennar, skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2008 og öðlast bókunin og samningarnir gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð þeirra sé lokið.
4.     Sendinefndirnar komu sér saman um að fara þess á leit að Rússneska sambandsríkið, sem gestgjafi viðræðnanna, láti Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC) í té eintak af þessari sameiginlegu bókun ásamt viðaukunum við hana.

Gjört í London 12. nóvember 2007 í fimm frumeintökum á ensku.

Fyrir sendinefnd Rússneska sambandsríkisins
Sergey Belikov

Fyrir sendinefnd Evrópubandalagsins
Constantin Alexandrou

Fyrir sendinefnd Færeyja
Kate Sanderson

Fyrir sendinefnd Íslands
Stefán Ásmundsson

Fyrir sendinefnd Noregs
Johán H. Williams
    

I. VIÐAUKI


1.     Leyfilegur heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008 er ákveðinn 1.518.000 lestir.

2.     Samkvæmt framantöldu munu aðilar takmarka veiðar sínar úr síldarstofninum á árinu 2008 á grundvelli eftirfarandi kvóta:
    Evrópubandalagið     98.822 lestir
    Færeyjar                    78.329 lestir
    Ísland                    220.262 lestir
    Noregur                    925.980 lestir
    Rússneska sambandsríkið     194.607 lestir
3.     Hver aðili getur fært ónotaðan hluta, allt að 10% af þeim kvóta sem honum er úthlutað fyrir árið 2008, yfir á þann kvóta sem honum verður úthlutað fyrir árið 2009. Slík færsla kemur til viðbótar þeim kvóta sem aðilanum er úthlutað fyrir árið 2009.
4.     Hver aðili getur heimilað skipum sínum að veiða allt að 10% umfram hinn úthlutaða kvóta. Allt það magn sem veitt er umfram hinn úthlutaða kvóta fyrir árið 2008 skal dregið frá úthlutun til aðilans fyrir árið 2009.
5.     Aðilar munu láta í té upplýsingar um kvóta og afla á því formi sem sett er fram í viðbæti við þennan viðauka.
6.     Aðilar koma sér tvíhliða saman um aðrar ráðstafanir, m.a. um heimildir til veiða hver í annars fiskveiðilögsögu og önnur skilyrði fyrir veiðum þar.


AGREED RECORD
of Conclusions of Fisheries Consultations on the Management of the Norwegian Spring- Spawning (Atlanto-Scandian) Herring Stock in the North-East Atlantic for 2008


1.     A Delegation of the Russian Federation, headed by Mr Sergey Belikov, a Delegation of the European Community, headed by Mr Constantin Alexandrou, a Delegation of the Faroe Islands, headed by Ms Kate Sanderson, a Delegation of Iceland, headed by Mr Stefán Ásmundsson and a Delegation of Norway, headed by Ms Sigrun M. Holst/Mr Johán H. Williams met in London on 25 October and 12 November 2007 to consult on the management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock for 2008.
2.     The Delegations agreed to recommend to their respective authorities the arrangement for the regulation of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto- Scandian) herring stock in 2008 set out in Annex I to this Agreed Record. The Delegations stated their intention of retaining stability in the relative shares of the Parties in arrangements for future years. Furthermore, they agreed to recommend to their respective authorities the long-term management arrangement set out in Annex II.
3.     This Agreed Record, including the bilateral arrangements related to the implementation of this Agreed Record, shall be applied provisionally from 1 January 2008 and enter into force when all Parties have notified each other of the completion of their necessary procedures.
4.     The Delegations agreed to request the Russian Federation as host of the consultations, to provide the North-East Atlantic Fisheries Commission (NEAFC) with a copy of this Agreed Record and its Annexes.

Done at London, 12 November 2007 in five originals in English.

For the Delegation of the Russian Federation
Sergey BELIKOV

For the Delegation of the European Community
Constantin ALEXANDROU

For the Delegation of the Faroe Islands
Kate SANDERSON

For the Delegation of Iceland
Stefán ÁSMUNDSSON

For the Delegation of Norway
Johán H. WILLIAMS


ANNEX I


1.     A TAC (total allowable catch) for the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock of 1,518,000 tonnes is established for 2008.
2.     In keeping with the above, the Parties will restrict their fishing on the herring stock in 2008 on the basis of the following quotas:
    European Community     98,822 tonnes
    Faroe Islands          78,329 tonnes
    Iceland                    220,262 tonnes
    Norway                    925,980 tonnes
    Russian Federation     194,607 tonnes
3.     Each Party may transfer unutilised quantities of up to 10% of the quota allocated to the Party for 2008 to the quota allocated to that Party for 2009. Such transfer shall be in addition to the quota allocated to the Party concerned for 2009.
4.     Each Party may authorise fishing by its vessels of up to 10% beyond the quota allocated. All quantities fished beyond the allocated quota for 2008 shall be deducted from the Party's allocation for 2009.

5.     The Parties will provide information regarding quotas and catches in the format set out in the Appendix to this Annex.
6.     Further arrangements, including arrangements for access and other conditions for fishing in the respective zones of fisheries jurisdiction of the Parties, are regulated by bilateral arrangements.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


II. VIÐAUKI
Fyrirkomulag langtímastjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.


Aðilar voru sammála um að framkvæma langtímastjórnunaráætlun vegna veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum sem sé í samræmi við varúðarleiðina og sé ætlað að halda nýtingu innan öruggra líffræðilegra marka og tryggja sjálfbærar veiðar. Áætlunin skal samanstanda af eftirfarandi:

1.    Leitast skal við eftir fremsta megni að halda hrygningarstofninum yfir hættumörkunum (B lim) 2.500.000 tonnum.
2.    Að því er árið 2008 og eftirfarandi ár varðar voru aðilar sammála um að takmarka veiðar sínar á grundvelli leyfilegs heildarafla í samræmi við fiskveiðidánarstuðul undir 0,125 fyrir viðeigandi aldurshópa eins og skilgreint er af ICES, nema vísindaráðgjöf í framtíðinni krefjist breytinga á þessum fiskveiðidánarstuðli.
3.    Skyldi hrygningarstofninn minnka niður fyrir viðmiðunarmörkin 5.000.000 tonn (B pa) skal aðlaga fiskveiðidánarstuðulinn sem getið er um í 2. mgr. í ljósi vísindalegs mats á ríkjandi aðstæðum til að tryggja að hrygningarstofninum verði með öruggum og skjótum hætti komið yfir 5.000.000 tonn. Grundvöllur slíkrar aðlögunar skal vera a.m.k. hlutfallsleg lækkun fiskveiðidánarstuðuls frá 0,125 við B pa (5.000.000 tonn) niður í 0,05 við B lim (2.500.000 tonn).
4.    Aðilar skulu, eftir því sem við á, endurskoða þessar stjórnunarráðstafanir og nýtingarstefnu á grundvelli nýrrar ráðgjafar sem ICES lætur í té.

ANNEX II
Arrangement on the Long-Term Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto- Scandian) Herring Stock


The Parties agreed to implement a long-term management plan for the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock, which is consistent with a precautionary approach, intended to constrain harvesting within safe biological limits and designed to provide for sustainable fisheries. The plan shall consist of the following:
1.    Every effort shall be made to maintain a level Spawning Stock Biomass (SSB) greater than the critical level (B lim) of 2,500,000 tonnes.
2.    For 2008 and subsequent years, the Parties agreed to restrict their fishing on the basis of a TAC consistent with a fishing mortality rate of less than 0.125 for appropriate age groups as defined by ICES, unless future scientific advice requires modification of this fishing mortality rate.
3.    Should the SSB fall below a reference point of 5,000,000 tonnes (B pa), the fishing mortality rate, referred to under paragraph 2, shall be adapted in the light of scientific estimates of the conditions then prevailing to ensure a safe and rapid recovery of the SSB to a level in excess of 5,000,000 tonnes. The basis for such adaptation should be at least a linear reduction in the fishing mortality rate from 0.125 at B pa (5,000,000 tonnes) to 0.05 at B lim (2,500,000 tonnes).
4.    The Parties shall, as appropriate, review and revise these management measures and strategies on the basis of any new advice provided by ICES.



Fylgiskjal II.


SAMKOMULAG
milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, fiskveiðilögsögu Jan Mayen og efnahagslögsögu Íslands.


    Í samræmi við 3. mgr. sameiginlegrar bókunar um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur- Atlantshafi á árinu 2008 milli Rússneska sambandsríkisins, Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands og Noregs 12. nóvember 2007 hafa verið gerðir sérstakir tvíhliða samningar um veiðar aðila í fiskveiðilögsögu hvers annars.


    Að því er varðar Ísland og Noreg verður fyrirkomulagið sem hér segir:
    Íslenskum fiskiskipum er á árinu 2008 heimilt að veiða 220.262 lestir af síld í fiskveiðilögsögu Jan Mayen og í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, þar af að hámarki 40.986 lestir í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N.

    Norskum fiskiskipum er á árinu 2008 heimilt að veiða allt að 106.734 lestir af síld í efnahagslögsögu Íslands.
    Í því tilviki að íslensk fiskiskip veiða minna en 30.360 lestir af síld í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N á árinu 2008 mun Noregur færa 1.518 lestir af síldarkvóta sínum á árinu 2009 til Íslands.

    Aðilar munu semja um nánari skilyrði varðandi veiðarnar.

Gjört í London 12. nóvember 2007.


Fyrir hönd íslensku     Fyrir hönd norsku
sendinefndarinnar:          sendinefndarinnar:
Stefán Ásmundsson     Johán H. Williams


ARRANGEMENT
between Iceland and Norway on Access to the Norwegian Economic Zone north of 62°N, the Fishery Zone around Jan Mayen and the Icelandic Exclusive Economic Zone


    In accordance with paragraph 3 of the Agreed Record of Conclusion of Fisheries Consultations on the Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock in the North-East Atlantic for 2008 between the Russian Federation, the European Community, the Faroe Islands, Ice land, Norway of 12 November 2007, separate bilateral arrangements on access to the respective zones of fisheries jurisdiction of the Parties have been concluded.
    The following arrangement between Iceland and Norway shall apply:
    Icelandic fishing vessels are granted access in 2008 to fish 220,262 tonnes of herring in the Fishery Zone around Jan Mayen or in the Norwegian Economic Zone north of 62°N, of which a maximum of 40,986 tonnes of herring may be fished in the Norwegian Economic Zone north of 62°N.
    Norwegian fishing vessels are granted access in 2008 to fish 106,734 tonnes of herring in the Icelandic Exclusive Economic Zone.
    In the event that Icelandic fishing vessels catch less than 30,360 tonnes of herring in the Norwegian Economic Zone north of 62°N during 2008, Norway will transfer 1,518 tonnes of its herring quota for 2009 to Iceland.
    The Parties will agree upon further provisions on the conditions of the fisheries.

Done at London, 12 November 2007


For the Icelandic          For the Norwegian
Delegation                    Delegation
Stefán ÁSMUNDSSON     Johán H. WILLIAMS


Fylgiskjal III.


SAMKOMULAG
milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2008.


1.     Með vísan til sameiginlegrar bókunar um niðurstöður viðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2008, sem undirrituð var í dag af Rússneska sambandsríkinu, Evrópubandalaginu, Færeyjum, Íslandi og Noregi, hafa sendinefndir Íslands og Rússneska sambandsríkisins komið sér saman um að rússneskum fiskiskipum verði veitt heimild til að veiða á árinu 2008 allt að 6.539 lestir af síld innan efnahagslögsögu Íslands utan línu sem er dregin milli eftirtalinna punkta:     
    A.     64°00'N – 09°00'V
    B.     67°00'N – 09°00'V
    C.     69°25'N – 13°00'V
2.     Aðilar munu semja um nánari skilyrði varðandi veiðarnar.

London, 12. nóvember 2007.


Fyrir hönd                    Fyrir hönd sendinefndar
sendinefndar     Íslands:     Rússeska sambandsríkisins:
Stefán Ásmundsson     Sergey Belikov


ARRANGEMENT
between Iceland and the Russian Federation
on Access to the Icelandic Exclusive Economic Zone in 2008


1.     With reference to the Agreed Record of Conclusions signed today between the Russian Federation, the European Community, the Faroe Islands, Iceland and Norway on the Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock in the North-East Atlantic for 2008, the Delegations of Iceland and the Russian Federation have agreed that Russian fishing vessels shall be granted access in 2008 to take up to 6.539 tonnes of herring within the Icelandic Exclusive Economic Zone outside a line drawn between the following points:
    A.    64°00´N – 09°00´W
    B.    67°00´N – 09°00´W
    C.    69°25´N – 13°00´W
2.     The Parties will agree upon further provisions on the conditions of the fisheries.

London, 12 November 2007


For the Delegation          For the Delegation
of Iceland                    of the Russian Federation
Stefán ÁSMUNDSSON     Sergey BELIKOV