Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 492. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1182  —  492. mál.




Nefndarálit



um tll. til þál. um skáksetur helgað afrekum Bobbys Fischers og Friðriks Ólafssonar.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir frá Ferðamálastofu, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Skákfélaginu Hróknum sem allar voru jákvæðar.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi feli menntamálaráðherra að skipa starfshóp til að útfæra hugmyndir um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík sem helgað yrði skákafrekum stórmeistaranna Friðriks Ólafssonar og Bobbys Fischers.
    Skákíþróttin hefur lengi verið hluti af íslenskri menningu og eftir því tekið í hinum alþjóðlega skákheimi. Það er álit nefndarinnar að alþjóðlegt skáksetur sem þetta mundi veita skák og afrekum skákmanna hér á landi verðuga viðurkenningu og efla enn frekar stöðu skákíþróttarinnar. Auk þess telur nefndin aðskáksetur sem þetta falli vel að menningartengdri ferðaþjónustu og styrki ímynd lands og þjóðar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Paul Nikolov skrifar undir álit þetta með fyrirvara og telur að fremur eigi að heiðra sögu Íslands í skákheiminum. Vegna pólitískra sjónarmiða geti hann jafnframt ekki að fullu fallist á tillöguna.
    Katrín Júlíusdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Jón Magnússon sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 28. maí 2008.



Sigurður Kári Kristjánsson,


form., frsm.


Einar Már Sigurðarson.


Paul Nikolov,


með fyrirvara.



Herdís Þórðardóttir.


Guðbjartur Hannesson.


Höskuldur Þórhallsson.



Ragnheiður Ríkharðsdóttir.


Kolbrún Halldórsdóttir.