Dagskrá fundarins

Þriðjudaginn 20. janúar 2009, kl. 13:43:00 (2991)


136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

dagskrá fundarins.

[13:43]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Örstutt athugasemd vegna ummæla hæstv. forseta. Á nýafstöðnum fundi forseta með formönnum þingflokka lýsti ég undrun á dagskránni, vísaði m.a. í það þingmál sem hér hefur verið gert að umræðuefni, um áfengismál, að koma áfengi í matvöruverslanir, að það skuli vera forgangsmál þingsins núna. Ég lýsti jafnframt yfir undrun minni á því að ríkisstjórnin skyldi ekki í upphafi þessa þingfundar, þegar Alþingi kemur saman eftir alllangt hlé, koma með skýrslu um stöðu mála og efna til almennrar umræðu um þau alvarlegu mál sem uppi eru í þjóðfélaginu.

Hæstv. forseti. Vegna ummæla hæstv. forseta sé ég ástæðu til að gera grein fyrir þessu.