Mál á dagskrá -- framhald þingfundar

Þriðjudaginn 20. janúar 2009, kl. 14:21:46 (3021)


136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

mál á dagskrá -- framhald þingfundar.

[14:21]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Forseti. Í upphafi þingfundar kom fram að dagskrá fundarins sem við ræðum nú var kynnt á fundi með formönnum þingflokka kl. 13 en eins og menn vita hófst þingfundur kl. 13.30. Þetta er samráðið sem verið er að ræða og á þeim fundi gerði þingflokksformaður Vinstri grænna að sjálfsögðu athugasemdir við þessa fáránlegu dagskrá og það hefur komið fram (Gripið fram í: Hann gerði athugasemd við eitt mál.) — hann gerði athugasemd við eitt mál sem nú hefur eðlilega verið tekið af dagskránni. (Gripið fram í.) Ég er mjög sátt við það en ég yrði sáttari ef ríkisstjórnin þyrði að koma fram með mál sín og standa fyrir þeim, standa fyrir málum sínum, koma með þau bjargráð — þau segjast vera að moka skafl, yfir hvað eru þau að moka? Burt með þau. Þetta er vanhæf ríkisstjórn. (Gripið fram í.)