Mál á dagskrá -- framhald þingfundar

Þriðjudaginn 20. janúar 2009, kl. 14:25:49 (3024)


136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

mál á dagskrá -- framhald þingfundar.

[14:25]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar að spyrja hæstv. forseta hvað fellur undir liðinn Fundarstjórn forseta. Hér hafa menn komið og beðið um að mál verði tekin af dagskrá og ég þakka hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni fyrir að hafa forgöngu um að taka 4. mál af dagskrá og styð það heils hugar en ég spyr hæstv. forseta hvort ekki sé tímabært að við ræðum hvað eigi að ræða undir Fundarstjórn forseta því algerlega kýrskýrt er að það sem hér hefur verið rætt á ekkert skylt við fundarstjórn forseta. (Gripið fram í: Á ekkert skylt við fundarstjórn forseta. Vanhæf ríkisstjórn.)