Kosningar til Alþingis

Miðvikudaginn 04. mars 2009, kl. 13:09:19 (4550)


136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

kosningar til Alþingis.

368. mál
[13:09]
Horfa

Flm. (Lúðvík Bergvinsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér kemur á óvart að hv. þingmaður skuli æsa sig upp eins og hann gerir hér og tjá sig á þann hátt sem hann gerir hér í þessu tiltekna máli því að engin efni eru til þess. Þær breytingar sem hér er verið að gera eru ekki meiri en svo að þær þurfa ekki að hafa nein áhrif á undirbúning þeirra flokka sem ákveða að vera með óraðaða lista, þeir geta haldið áfram vegferð sinni. Þetta er það lítil breyting. ÖSE talar um stórbreytingar á kosningalögum, þetta er ekki það stór breyting að ... (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) Þetta er ekki það stór breyting á kosningalögum að það breyti einhverju gagnvart þeim framboðum sem ætla að bjóða fram, (ÞKG: Engin breyting.) það er ekki það stór breyting, þetta þarf ekki að breyta neinu. (Gripið fram í: Nei.) Sjálfstæðisflokkurinn getur haldið áfram með sín prófkjör, getur haldið áfram að raða upp á sinn lista, getur haldið áfram að tefla sínum (Forseti hringir.) lista fram. Það þarf ekki að breyta neinu fyrir flokkinn, hann getur haldið áfram með sína línu. Það er meginatriðið. (ÞKG: Breytum þessu saman.)