136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[13:51]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Frú forseti. Ég vil minna á það að 2003, þegar lögin voru sett og talað var fyrir frumvarpinu af Halldóri Blöndal, þá forseta þingsins, kom ég strax á eftir honum í andsvar, mótmælti frumvarpinu og taldi ekki rétt að þingmenn og ráðherrar væru að búa sér til sér… (SKK: Sigurjón Þórðarson var flutningsmaður.) (Gripið fram í: Formaðurinn studdi það.) Formaðurinn studdi það ekki og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og enginn í Frjálslynda flokknum studdi það í atkvæðagreiðslunni, það er ekki rétt og ekki einu sinni Sigurjón Þórðarson. [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) Ég hafnaði (Gripið fram í.) því frumvarpi á sínum tíma og mælti gegn því og var sá fyrsti sem gerði það. Á eftir mér kom síðan hæstv. heilbrigðisráðherra sem nú er, Ögmundur Jónasson, og við vorum báðir á móti frumvarpinu strax í upphafi.

Ég segi já við þessu frumvarpi núna.