Mál á dagskrá -- tónlistar- og ráðstefnuhús

Mánudaginn 09. mars 2009, kl. 15:11:08 (4857)


136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá -- tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:11]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég styð afdráttarlaust þann vilja forseta að mál nr. 3, stjórnarskipunarlög, komist með eðlilegum hætti á dagskrá. Þetta mál var rætt á föstudag og á annan tug þingmanna eru enn á mælendaskrá með lengdum ræðutíma þannig að ég tel mjög mikilvægt að málið fái einmitt það brautargengi sem þarf til að það komist til nefndar og mikilvægt er að á því sé tekið. Þetta snýr að grundvallarlýðræðisréttindum í þjóðfélaginu, m.a. að eign þjóðarinnar á auðlindunum, sem er kannski eitthvað það brýnasta sem við þurfum að taka á í dag til að tryggja það til framtíðar. Því tel ég afar mikilvægt að málið fái eðlilegan framgang á þinginu og skil ekki í sjálfstæðismönnum að vilja tefja það. (Forseti hringir.)