Mál á dagskrá -- tónlistar- og ráðstefnuhús

Mánudaginn 09. mars 2009, kl. 15:18:00 (4863)


136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá – tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:18]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Framsóknarmenn lögðu mjög mikla áherslu á þetta mál sem Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú að tefja. Þetta er eitt af þeim málum sem við sögðumst vilja leggja til grundvallar því að verja minnihlutastjórn vantrausti. Ég skora á hæstv. forseta að halda einbeitingu sinni og tryggja að þetta mál fái framgang í þinginu.

Af hverju viljum við m.a. stjórnlagaþing? Vegna þess að við viljum skýrari leikreglur í samfélaginu. Við viljum meira lýðræði, aðskilnað löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds. Það er það sem fólkið kallar eftir. Eru menn bara blindir í þessum sal? Auðvitað á að klára þetta mál.

Það vekur mikla furðu að Sjálfstæðisflokkurinn skuli leggjast í þessa töf. Það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða verri en Vinstri grænir voru í að tefja framgang mála hér. [Frammíköll úr sal.] (Forseti hringir.) Allir þingflokkar vilja (Forseti hringir.) fá að klára þetta mál — nema Sjálfstæðisflokkurinn sem (Forseti hringir.) leggst þvert fyrir. (Forseti hringir.) Ég vona að virðulegur forseti hjálpi okkur að klára þetta mál til nefndar sem fyrst.