Þingmál um veiðar á hrefnu og langreyði

Þriðjudaginn 17. mars 2009, kl. 14:13:08 (5439)


136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

þingmál um veiðar á hrefnu og langreyði.

[14:13]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Ég verð að upplýsa að ástæða þess að þetta frumvarp var ekki tekið inn strax er einfaldlega sú að það á eftir að hljóta þinglega meðferð í nefndinni. Það á eftir að leita umsagna um það og annað slíkt og ég hef ekki lagt neina steina í götu þess. Það er einföld skýring á því. Hins vegar nefndi ég það á nefndarfundi að hér væri fjöldi mála sem hefði forgang umfram þetta og ég veit ekki betur en að sátt væri um þetta mál eftir að hæstv. sjávarútvegsráðherra tók ákvörðun um það í febrúar, ef ég man rétt. (Gripið fram í: … Merði Árnasyni.) Þannig að þetta er alveg á hreinu. Málið er í eðlilegum farvegi og það er ástæðulaust að gera upphlaup út af því hér.