Endurskoðun samgönguáætlunar og framkvæmdir á Hellisheiði

Miðvikudaginn 18. mars 2009, kl. 13:42:58 (5540)


136. löggjafarþing — 108. fundur,  18. mars 2009.

endurskoðun samgönguáætlunar og framkvæmdir á Hellisheiði.

[13:42]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Ég fagna því að framkvæmdir við Hellisheiðarveg, sem er í Árnessýslu og er kallaður það í daglegu máli en í þingskjölum Suðurlandsvegur, eigi að hefjast á þessu ári og þá langar mig að spyrja: Hvar verður byrjað? Á hvaða kafla þeirrar löngu leiðar á að byrja? Hvar á að hefjast handa og hvernig er röðunin á framkvæmdaþáttum málsins?