136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:11]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég verð nú að segja að ummæli hv. þm. Katrínar Júlíusdóttur styðja ágætlega við það sjónarmið okkar sjálfstæðismanna, sem hér hefur komið fram, að þessum fundi skuli ljúka hið fyrsta vegna þess að ég þekki ekki hv. þingmann að því að viðhafa slíkt orðbragð og tel að þetta hljóti að vera vegna þess að þingmaðurinn er orðinn þreyttur. Þess vegna legg ég til að forseti íhugi vel og vandlega hvort ekki sé kominn tími til að slíta fundi eða a.m.k. láta okkur vita — ég tek undir það með öðru fjölskyldufólki sem hér er, að það er ágætt að vita hvenær við komumst heim til barna okkar sem sum hver þurfa næringu um miðjar nætur.