Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 02. apríl 2009, kl. 12:44:45 (6425)


136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:44]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil beina orðum mínum til hv. þingmanna Framsóknarflokksins. (Gripið fram í.) Hér eru stjórnarskipunarlög á dagskrá. Hv. þingmenn Framsóknarflokksins verja þessa minnihlutastjórn falli og eru stoltir af því. (Gripið fram í.) Hvað sagði formaður Framsóknarflokksins? Það væri brýnast fyrir landið að koma atvinnumálunum í gang, og hann lagði ríka áherslu á það að þingi mundi ljúka 12. mars. Hvaða dagur er í dag? 2. apríl.

Þarna sést hvaða áhrif formaður Framsóknarflokksins hefur í þingflokki Framsóknarflokksins. (Gripið fram í.) Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að Framsóknarflokkurinn mundi tala fyrir atvinnumálum hér í landinu. (Gripið fram í: Hann gerir það.) Þess vegna finnst mér brýnt að Helguvíkurmálið (Forseti hringir.) komist hér á dagskrá á undan stjórnarskipunarlögunum.