Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 02. apríl 2009, kl. 21:39:10 (6557)


136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:39]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað hægt að mæla árangur í sambandi við stjórnskipunarmál með ýmsum hætti. Ein leiðin er að segja hvað margar tillögur hafi verið samþykktar og álíta að því fleiri breytingar sem eru gerðar á stjórnarskrá því betra sé það. Ég er ekki viss um að svo sé. Ég held að það skipti meira máli að vanda til verka og taka yfirvegaðar og rökstuddar ákvarðanir frekar en að vaða í sem flestar breytingar á stjórnarskrá.

Af því að hv. þm. vitnaði til Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, áðan vil ég nefna það að Bjarni í deildum Alþingis varaði sérstaklega við að ráðlauslega væri staðið að verki við stjórnarskrárbreytingar og varaði við hvatvíslegum breytingum. Hann segir líka, sem hefur þýðingu í dag, orðrétt, með leyfi hæstv. forseta:

„Í samræmi við þá skoðun mína að hér sé um alþjóðarmál að ræða, fremur en flokksmál, þá tel ég og hef ætíð talið, að það skipti ekki öllu máli, hvort stjórnarskrárbreyting yrði afgreidd árinu fyrr eða síðar. Miklu meira máli skipti, að þjóðin áttaði sig ... á, um hvað væri að ræða, og eftir ítarlegar (Forseti hringir.) umræður og athuganir yrðu sett þau ákvæði, sem (Forseti hringir.) skaplegt samkomulag gæti (Forseti hringir.) fengist um ...“