Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 02. apríl 2009, kl. 23:38:07 (6592)


136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:38]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér fyrr í kvöld hafa verið lagðar fram mjög eðlilegar spurningar. Fjallað er um viðveru þeirra flutningsmanna þessa máls sem sýna því ekki meiri áhuga en raun ber vitni. Einnig hafa komið fram athugasemdir um viðveru þingmanna þessarar minnihlutastjórnar sem eru með afar slaka mætingu, sýna þessum málum enn meiri lítilsvirðingu.

Ég vísaði til þess í kvöld að það væri greinilega komin ákveðin þreyta í þinglið enda álagið búið að vera mikið. Það eru búnir að vera langir vinnudagar í þinginu og þar á undan hafa verið annasamir tímar. (Gripið fram í.) Það er alveg ljóst að við sjálfstæðismenn stöndum það betur en það vinstra fólk sem á ekki heimangengt í kvöld. Það er einboðið við þessar aðstæður, virðulegi forseti, að fresta þessum fundi, það er ekkert annað sem er í boði (Forseti hringir.) og í það minnsta þarf að gefa okkur upplýsingar (Forseti hringir.) um það hvenær forseti hyggst ljúka hér störfum. (Forseti hringir.) Það hefur ekki komið fram enn þá og hér er (Forseti hringir.) fólk sem þarf að gera ráðstafanir. (Forseti hringir.) Það eru umræður í nefndum í fyrramálið (Forseti hringir.) sem þurfa líka sinn vinnutíma.