136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:04]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða hv. þingmanns vill forseti endurtaka að ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það nákvæmlega hvenær fundi verður hætt en það er ætlunin að halda áfram. Það er erfitt að gefa nákvæmar tímasetningar um það, m.a. vegna þess að hv. þingmenn tala mislengi og það er ekki hægt að vita það fyrir fram hvort andsvör verða og annað þess háttar. Hv. þingmenn átta sig væntanlega á því að (Gripið fram í.) undanfarnar nætur hefur tímasetning verið þannig með lok funda að menn geta áætlað svona nokkurn veginn hvenær þessu lýkur ef að líkum lætur.

Það hefur sem sagt ekki verið tekin endanleg ákvörðun en mun verða freistast til þess að halda áfram örlítið lengur.