Dagskrá næsta fundar

Mánudaginn 06. apríl 2009, kl. 12:49:54 (6962)


136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[12:49]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegur forseti. Hér er einfaldlega verið að greiða atkvæði um forgangsröðun hjá þingmönnum. Hér eru greidd atkvæði um það hvort menn vilji nota síðustu daga þingsins og þann tíma sem er núna fyrir páska til að hjálpa heimilum og fyrirtækjum í landinu — eða ekki. Málið er ekkert flóknara. (Gripið fram í.) Það er algjörlega ljóst, virðulegur forseti, að þessi minnihlutastjórn með stuðningi Framsóknarflokksins hefur ekki þá forgangsröð. Þannig forgangur er ekki hjá þessari ríkisstjórn þvert á það sem sagt var þegar ríkisstjórnin var mynduð, þvert á það sem hefur verið sagt hvað eftir annað. Núna þegar við lítum á töfluna sjáum við forganginn, heimilin og fyrirtækin í landinu eru aukreitis, eitthvað sem skiptir minna máli. Það er nokkuð sem mér þykir afskaplega miður og ég veit að ég er ekki einn um það.