Viðvera ráðherra

Fimmtudaginn 16. apríl 2009, kl. 11:26:49 (7654)


136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

viðvera ráðherra.

[11:26]
Horfa

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að beita sér fyrir því að kalla hæstv. heilbrigðisráðherra hingað til umræðunnar. Vissulega er almenn samstaða um það innan þingsins að þetta mál, sem er unnið af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fari í gegn. Hins vegar er sá hængur á í þessu frumvarpi að ákvæðum þess verður ekki hrint í framkvæmd, ef frumvarpið verður að lögum, nema til komi fjármagn. Það hefur verið metið og í umsögn fjárlagaskrifstofunnar um frumvarpið kemur fram að það kosti 1,5 milljarða kr. að hrinda þessu í framkvæmd. Þess vegna er alger nauðsyn að hæstv. heilbrigðisráðherra sé í salnum til að gera okkur grein fyrir hvernig hann ætlar að fylgja eftir þessum lögum, ef frumvarpið verður að lögum, og jafnframt að hæstv. fjármálaráðherra verði einnig til svara.