Lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Föstudaginn 17. apríl 2009, kl. 10:41:22 (7739)


136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

[10:41]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Herra forseti. Fyrst til að svara því sem hv. þingmaður vék að í fyrri ræðu sinni varðandi kynningu á samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það hefur verið gert og staðið við það loforð, ég hvet hv. þingmann til að fara inn á upplýsingaveituna island.is og þar er gögn að finna um það mál. Það liggur allt fyrir sem getur legið fyrir eðli málsins samkvæmt á þessu stigi málsins í þeim efnum.

Ég vek athygli á því líka að afgreiðsla margra annarra landa er að tefjast hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og miklum mun meira en enn er orðið í tilviki Íslands. Ég tel að í okkar tilviki séu þessi mál í mun traustari farvegi en þau hafa reynst hjá mörgum öðrum.

Vinnan við gjaldeyrismálin og það að ná utan um þann vanda sem vera jöklabréfanna í hagkerfinu hér skapar er í miklum forgangi hjá Seðlabankanum og ég vænti þess að þess sé ekki langt að bíða að menn fái af því fréttir hver verða næstu skref í því máli, mögulega nú á ársfundi Seðlabankans í eftirmiðdaginn. Ég get a.m.k. upplýst um að það er unnið að þessu hörðum höndum og það er í miklum forgangi að reyna að ná utan um þau mál.