Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Föstudaginn 21. nóvember 2008, kl. 11:00:59 (1348)


136. löggjafarþing — 33. fundur,  21. nóv. 2008.

4. fsp.

[11:00]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir útúrsnúninga um sambærileika og spyr aftur um hlutverk auðmanna. Hvert er hlutverk auðmanna í heilbrigðisstefnu hins nýja Íslands hjá núverandi ríkisstjórn? Hversu miklu hlutverki eiga auðmenn að gegna í heilbrigðisþjónustunni? Getur hæstv. heilbrigðisráðherra upplýst okkur um þennan tiltekna auðmann sem heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins og sýndi þar sérstakan áhuga nefndum skurðstofum sem heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir að verði lokað?