Fjárlög 2009

Mánudaginn 22. desember 2008, kl. 11:18:33 (2892)


136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[11:18]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég deili þeim sjónarmiðum hv. þingmanns að sjálfsagt er að vinna stöðugt að því að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu og vonandi tekst að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á í mörg ár, að auka og bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Ég ætla ekki að standa í frekari skoðanaskiptum við hv. þingmann, við eigum örugglega eftir að ræða þetta margoft, en ég ítreka það sem ég sagði að ég tel mig fullvissan um að það eru hv. þingmenn sem ekki hafa gert sér ljóst hvað fólst í breytingunum vegna þess að annað kom fram í frumvarpinu sjálfu en hv. þingmenn samþykktu eftir 2. umr. um frumvarpið.