Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 28. maí 2009, kl. 12:16:03 (441)


137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:16]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Enn fagna ég ummælum hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar því að mér heyrist umræðan vera að færast smátt og smátt inn á að menn séu að átta sig á því að líklega sé skynsamlegast að byrja á því að ræða hlutina og svo getum við tekið ákvörðun eftir það.

Ég er því að verða vongóður um að sú verði niðurstaðan og ég held að langeinfaldasta leiðin til þess að við komumst að þeirri niðurstöðu og til þess að spara tíma sé sú að við hættum að spá í tillögu hæstv. utanríkisráðherra og ræðum málið út frá tillögu stjórnarandstöðunnar.