Lög um fjármálafyrirtæki og bréf frá Kaupthing Edge

Miðvikudaginn 03. júní 2009, kl. 13:42:54 (707)


137. löggjafarþing — 13. fundur,  3. júní 2009.

lög um fjármálafyrirtæki og bréf frá Kaupthing Edge.

[13:42]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Ég gæti ekki verið meira sammála hv. þingmanni að besta leiðin til að upplýsa þetta mál er að birta þetta tölvuskeyti. Þegar ráðuneytið frétti að skilanefnd Kaupþings hefði talið að sér væri það ekki heimilt nema að fengnu samþykki þess sem skrifaði það, þá óskaði ráðuneytið þegar eftir því að skilanefnd Kaupþings útskýrði sjónarmið sín í málinu og mun reka á eftir því að skeytið verði birt hið fyrsta og það verður enginn fegnari en ég þegar það loksins kemur fyrir almenningssjónir.