Umræða um Icesave

Föstudaginn 05. júní 2009, kl. 15:53:22 (995)


137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[15:53]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Það eru gríðarleg vonbrigði að hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra séu ekki viðstaddir hér í dag til þess að fara í þessa umræðu. Vissulega ber að fagna því að gert var hlé á þingfundi til að kalla saman formenn þingflokka til þess að ræða málið. En satt að segja bjóst maður við því að niðurstaðan yrði sú að hér yrði umræða um Icesave-málið. Það eru mikil vonbrigði að svo varð ekki.

Sú ríkisstjórn sem hér starfar talar á tyllidögum um gagnsæi, samráð, lýðræði. En það er augljóst að þær yfirlýsingar allar, öll sú umræða, er bara í orði en ekki á borði.