Fyrirkomulag umræðna um störf þingsins

Þriðjudaginn 30. júní 2009, kl. 14:14:03 (2116)


137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:14]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég geri ekki athugasemdir við það þó að þingmenn beini fyrirspurnum hver til annars og ræði hér almenn þjóðfélagsmál undir liðnum um störf þingsins. En ég get ekki orða bundist lengur vegna ástandsins hér í þingsalnum, það er eiginlega farið að ganga fram af mér. Það er eins og maður sé staddur inni í skólastofu, (Gripið fram í.) það er nákvæmlega þetta sem ég er að gera athugasemd við.

(Forseti (ÁRJ): Fundarstjórn forseta.)

Já. Ræðumenn í ræðustól hér á Alþingi fá ekki frið til að ljúka máli sínu fyrir frammíköllum og ókyrrð í salnum. (Gripið fram í.) Það er ekki vinnufriður í salnum fyrir ókyrrð, frammíköllum og leiðindum. (Gripið fram í.) Ég vil bara beina því til forseta (Forseti hringir.) að hann tryggi betri vinnufrið hér í alvöru, mér er full alvara.