Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 11:10:33 (2834)


137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í frumvarpi því sem við hér erum að afgreiða sem lög er ýmislegt gott en annað verra. Það sem ég sakna mest er að það vantar alla framtíðarsýn. Hvernig verður sparisjóðakerfið eftir þrjú, fjögur eða fimm ár svo ég tali ekki um fimmtán ár? Hvað svo, spurði ég í gær, hvað svo? Menn ætla sér að láta ríkið koma inn í sparisjóðina og eignast þá að miklum hluta. Hvað er eiginlega ríkissparisjóður? Hvers lags fyrirbæri er það? Er því stýrt úr Reykjavík? Eru í sparisjóðsstjórninni einhverjir embættismenn úr Reykjavík eða hvernig sjá menn þetta fyrir sér? Ég sé enga lausn, enga framtíðarsýn og ég get ekki stutt svona frumvarp og sit hjá.