Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 12:42:39 (3577)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:42]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Við erum að fjalla um líklega eitt stærsta mál sem fjallað hefur verið um frá lýðveldisstofnun landsins. Ég hef lengi borið þá von í brjósti eftir að ég kom inn á þing, inn á Alþingi Íslands, að við gætum afgreitt þessa tillögu í þeirri sátt að um hana mundi ríkja friður á þingi og meðal þjóðarinnar. Því miður virðist ekki svo vera.

Mér þykir vanta inn í þessa tillögu þau skilyrði og þá fyrirvara sem ég tel að samninganefndin þurfi að hafa og hef talað fyrir hér. Ég tel að það sé skárri kostur í stöðunni fyrst þingið hefur í raun hafnað þeim skilyrðum sem við höfum talað fyrir, allnokkur, að þjóðin fái að segja sitt álit og því segi ég já.