Ríkisútvarpið ohf.

Fimmtudaginn 23. júlí 2009, kl. 14:29:09 (3697)


137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

Ríkisútvarpið ohf.

134. mál
[14:29]
Horfa

Frsm. menntmn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Frú forseti. Við erum hér að ræða frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 6, sem sett voru árið 2007, um Ríkisútvarpið ohf. Markmiðið með þessum breytingum sem fjallað er um er að skapa fjárhagslegt hagræði fyrir einstaklinga með dreifingu á greiðslu útvarpsgjaldsins. Ég tel að breytingin sem lögð er til hafi, eins og segir í nefndarálitinu, „í för með sér bæði sparnað fyrir ríkissjóð og nái því markmiði sem upphaflega var stefnt að með frumvarpinu, að veita gjaldendum aukið hagræði við greiðslu útvarpsgjalds“. Það hefur jafnframt komið fram að af þessu gjaldi fá fáir afslátt, svo sem öryrkjar, og er fjallað um þetta m.a. í Fréttablaðinu í dag.

Ég mun beita mér fyrir því að milli 2. og 3. umr. verði talað um þetta og óskað eftir því við menntamálaráðherra að hún taki málið til frekari skoðunar. Ég legg hins vegar áherslu á að það seinki ekki afgreiðslu þessa máls, þ.e. fjölgun gjalddaganna, en að við getum séð til þess að þetta mál fari í frekari skoðun jafnvel þó að við afgreiðum frumvarpið með breytingum eins og lagt er hér til.