Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 34. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 127  —  34. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt á l. nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.



    Nefndin ákvað að taka málið til frekari umfjöllunar eftir að því hafði verið vísað til 3. umræðu. Hefur nefndin fengið á sinn fund Jóhann Guðmundsson, aðstoðarmann ráðherra, Steinar I. Matthíasson skrifstofustjóra, Hrefnu Gísladóttur og Kristján Frey Helgason frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Dagmar Sigurðardóttur lögfræðing og Ásgrím L. Ásgrímsson frá Landhelgisgæslu Íslands og Arthur Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda. Umsagnir bárust frá Landhelgisgæslu Íslands og Samtökum eigenda sjávarjarða.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Við ákvæði til bráðabirgða.
     a.      Í stað orðanna „12 klukkustundir“ í 2. tölul. 4. mgr. komi: 14 klukkustundir.
     b.      5. tölul. 4. mgr. orðist svo: Á hverju fiskiskipi er aðeins heimilt að draga 800 kg af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð.

Alþingi, 16. júní 2009.



Ólína Þorvarðardóttir,


varaform., frsm.


Arndís Soffía Sigurðardóttir.


Ásmundur Einar Daðason.



Björn Valur Gíslason.


Róbert Marshall.


Helgi Hjörvar.