Náttúruverndaráætlun 2009--2013

Þriðjudaginn 02. febrúar 2010, kl. 14:22:48 (0)


138. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2010.

náttúruverndaráætlun 2009-2013.

200. mál
[14:22]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég verð að segja eins og er að ég er svolítið hugsi yfir afstöðu hv. þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Þegar þessi þingsályktunartillaga var lögð fram fyrst, í nóvember eða desember 2008, rann hún í gegnum ríkisstjórn Íslands sem þá var stýrt af Sjálfstæðisflokknum (GÞÞ: Já?) og síðan stjórnarflokkana tvo. Tillagan er (Gripið fram í.) hin sama þó að hún hafi fengið svolitlar breytingar hvað varðar tvö atriði sem ég kom inn á áðan og ég velti fyrir mér hvers konar málefnaleg rök búi að baki andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins við lögbundinni náttúruverndaráætlun. Læt ég vera skoðanir allra þeirra sem ekki voru við afgreiðslu málsins úr umhverfisnefnd og hef tekið til þess að fulltrúar (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd hafa ekki haft sig mikið í frammi við þessa atkvæðagreiðslu.

Frú forseti. Ég segi já. (Gripið fram í: … fæðingarorlofi.) (Gripið fram í.)