Virkjunarkostir og atvinnuuppbygging

Fimmtudaginn 04. febrúar 2010, kl. 10:37:41 (0)


138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

virkjunarkostir og atvinnuuppbygging.

[10:37]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Landsvirkjun hefur gert samninga við Verne Holdings um uppbyggingu og orkusölu vegna uppbyggingar gagnavers. Varðandi Helguvík og uppbyggingu á álveri þar var Landsvirkjun aldrei aðili að því máli, heldur voru samningar gerðir um orkukaup vegna þeirrar framkvæmdar við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja þá, núna HS Orku. Við þá voru samningarnir gerðir og ég veit ekki betur en að menn hafi þar gert áætlanir um orkuframkvæmdir til að afla tekna til þess verkefnis. Það hefur auðvitað staðið á fé, það hafa verið erfiðleikar við fjármögnun í því sambandi í ljósi þeirrar stöðu sem þjóðarbúið er í. Það er engu að síður von okkar að af geti orðið. Það hafa komið jákvæð teikn um að það fjármagn komi þannig að þær framkvæmdir geti farið af stað og þeim verði lokið þannig að menn geti staðið við samninga um orkuöflun til framkvæmda vegna álversins í Helguvík. Landsvirkjun var ekki hluti af því. Þjórsárvirkjanir voru aldrei (Forseti hringir.) hluti af því ferli og það er eingöngu blekking ef hv. þingmenn reyna að halda því hér fram að það hamli uppbyggingu álversins í Helguvík.