Nýliðun í landbúnaði

Miðvikudaginn 17. febrúar 2010, kl. 15:45:21 (0)


138. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2010.

nýliðun í landbúnaði.

363. mál
[15:45]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu. Ég tek ekki undir með ráðherranum hvað það varðar að Lánasjóður landbúnaðarins skipti höfuðatriði í þessu. Það er rétt að minna á að varðandi Lánasjóð landbúnaðarins tóku bændur afstöðu gegn því máli, þeir hlupust einfaldlega á brott frá lánasjóðnum vegna þess að þeir fengu betri kjör annars staðar. Það er í hnotskurn það sem skiptir máli, að menn verða að fá góð kjör.

Ég hvet hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að setja á fót nefnd sem fer yfir þessi mál, möguleika á nýtingu ríkisjarða og möguleika í nýliðun í landbúnaði, til þess að fá ungt fólk inn í greinina. Ég vil að sjálfsögðu að nýstofnuð Samtök ungra bænda verði dregin að þeirri nefnd en þar er ungt, áhrifamikið og áhugasamt fólk. Ég vil hvetja það til að setja á fót nefnd til þess að skoða þetta mál. Mögulegir aðilar að þeirri nefnd gætu verið ráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskólinn og fleiri aðilar.