Íslandsstofa

Mánudaginn 22. mars 2010, kl. 17:48:48 (0)


138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

Íslandsstofa.

158. mál
[17:48]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hérna atkvæði um frumvarp um nýja Íslandsstofu sem á margan hátt er ágætisnýjung og gæti hugsanlega ef vel tekst til orðið nokkur ávinningur af fyrir alla þá aðila sem þarna á að steypa saman. Það er einmitt þess vegna sem ég kem hérna upp, til þess að segja að þótt við framsóknarmenn munum greiða atkvæði með þessu frumvarpi teljum við að margt í því þurfi að vinna betur og endurskoða fljótlega, þar á meðal stjórnarkjör, kostnað við frumvarpið, verkefnaskiptingu o.fl. Við munum sem sagt greiða atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að við séum ekki endilega vissir um að þetta sé hin hæfasta og besta útfærsla á málinu.