Rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila

Þriðjudaginn 20. apríl 2010, kl. 22:44:37 (0)


138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila.

570. mál
[22:44]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þykist ekki vera sérfræðingur í dulkóðunarlyklum og læt öðrum eftir að hafa sérfræðiþekkingu á því. Það sem ég er að velta fyrir mér er að maður er með pott af upplýsingum og síðan, ef ég skil þetta rétt, hættir maður að fá nýjar upplýsingar í þann pott. Svo byrjar maður aftur. Þá er þar eitthvert millibil og ef maður er ekki með sama úrtakið getur maður ekki fylgst með því hvort aðgerðirnar virki eins og ég skil þetta. Það er þá væntanlega galli og þess vegna spyr ég: Hefði ekki verið hægt að nýta það? Það virkar grátlegt að búið sé að safna einhverjum gögnum sem er svo ekki hægt að nota.

Spurningunni um fjárveitingu fyrir þessu var ósvarað og ég vænti þess að ráðherra svari í seinna andsvarinu og einnig spurningunni: Hvenær megum við þá vænta fyrstu niðurstaðnanna úr þessari rannsókn?