Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 30. apríl 2010, kl. 13:37:37 (0)


138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

stjórn fiskveiða.

370. mál
[13:37]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ef atkvæðagreiðslan fer á þann veg sem hér virðist nú stefna í þýðir þetta að á næsta ári verður tekinn kvóti af þeim sem nú hafa hann í höndum og þar af leiðandi getur atvinna fólks í fiskvinnsluhúsum um allt land fallið niður í tvær til þrjár vikur hjá þeim aðilum. Ef meiri hlutinn treystir sér til að auka kvóta á þessu ári til þess að tryggja að svo verði ekki og það sé innan ráðgjafar Hafró, hefði ég talið eðlilegt að það yrði líka gert á næsta ári og þarnæsta ári, m.a. til þess að tryggja meiri sátt um strandveiðifrumvarpið. Við framsóknarmenn hefðum gjarnan viljað sjá að þannig færi þetta í gegnum þingið. Ef við ætlum að trúa því og viljum trúa því að strandveiðarnar séu hluti af fiskveiðikerfi okkar verður að ríkja meiri sátt um það en stefnir í þegar við tökum kvóta af einum og færum yfir (Forseti hringir.) á aðra strax á næsta ári.