Heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ

Föstudaginn 07. maí 2010, kl. 12:45:38 (0)


138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:45]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Það er ljóst að tillagan er felld og því skora ég á hv. formann iðnaðarnefndar að róa að því öllum árum að títtnefndur Björgólfur Thor muni ekki eiga hlut í þessu fyrirtæki eða þessari framkvæmd. Það er fullt af fólki sem hefur áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Í dag var staðfest að tveir aðilar eru í gæsluvarðhaldi og við vitum ekkert hvað mun drífa á daga okkar í þessum mánuði. Mér finnst eðlilegt að á meðan að verið er að færa fólk til gæsluvarðhalds og yfirheyrslna út af bankahruninu að þetta mál verði ekki afgreitt fyrr en ljóst er hvort fyrrgreindur aðili er í þeim hópi.