Utanríkis- og alþjóðamál

Föstudaginn 14. maí 2010, kl. 15:25:28 (0)


138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[15:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í svari hv. þingmanns við andsvari Sivjar Friðleifsdóttur í morgun sagði hann að þjóðin ætti að fara í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég heyrði það þannig og ég ætla að prenta það út þegar það liggur fyrir og koma því til hv. þingmanns. Sannfæring er dálítið undarlegt fyrirbæri. Spurning mín til hv. þingmanns er sú: Er það sannfæring hans að það sé gott að íslenska þjóðin fari inn í Evrópusambandið og verði hluti af því, hreppur í þessu stóra sambandi, ef þjóðin ákveður það fyrir hann? Er hans sannfæring háð niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu? Breytist hún? Sveiflast hún á einum degi frá því að vilja ganga í Evrópusambandið í það að vilja ekki ganga í Evrópusambandið, eða öfugt, eftir því hver niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni er?

Frú forseti. Ég gef ekki — ja, ég segi ekki meira.