Hæstaréttardómar um myntkörfulán

Miðvikudaginn 16. júní 2010, kl. 17:02:52 (0)


138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

fundarstjórn.

[17:02]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Klukkan fjögur í dag voru kveðnir upp tveir afdrifaríkir dómar í Hæstarétti. Ég beini þeim tilmælum til hæstv. forseta að beita sér fyrir því að hæstv. fjármálaráðherra og/eða hæstv. viðskiptaráðherra gefi þingheimi stutta skýrslu um mat þeirra á dómunum, án þess að ég sé að kalla eftir mikilli umræðu um það. Ég held að það sé mjög gagnlegt að þingheimi sé ljóst hvaða afleiðingar þessir dómar kunna að hafa.