Fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda

Mánudaginn 06. september 2010, kl. 11:14:59 (0)


138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[11:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Áttunda bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ber heitið Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008.

Í 2. kafla segir:

„Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna.“

Enn fremur segir í niðurlagi kaflans þar sem ályktanir eru dregnar og komið er inn á þá lærdóma sem draga þurfi af fortíðinni:

„Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins.“

Og ég spyr: Ætlum við ekki neitt að læra?