Stjórnarráð Íslands

Þriðjudaginn 07. september 2010, kl. 13:53:55 (0)


138. löggjafarþing — 152. fundur,  7. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[13:53]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessar upplýsingar. Þær koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Hv. formaður nefndarinnar, Róbert Marshall, tók ákaflega vel í það þegar ég bar það upp á þingfundi í gær að málinu yrði vísað til fagnefnda í samræmi við ósk mína þar að lútandi. Ég hef ekki ætlað að með því að gera það ekki milli 1. og 2. umr. hafi meiningin verið að troða á hugmyndum mínum í þá veru. Þetta fórst fyrir og ég fór bara fram á það af kurteisi að þá yrði reynt að gera það milli 2. og 3. umr. og þakka kærlega fyrir þær góðu viðtökur sem þetta mál hefur fengið og sem hv. þingmaður hefur flutt mér fréttir af.