Skipulagslög

Miðvikudaginn 08. september 2010, kl. 11:24:25 (0)


138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

skipulagslög.

425. mál
[11:24]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Um þær breytingartillögur sem hér liggja fyrir hefur náðst mikil og breið sátt í umhverfisnefnd, eins og afgreiðsla breytingartillagnanna hingað til ber með sér. Ég vil geta þess að unnið er að örlitlum lagfæringum á fyrirliggjandi tillögum í nefndinni og við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í þeirri vinnu höfum léð máls á því að leggja okkur fram um að ná þeim breytingum fram í sömu sátt og með það að markmiði að nefndin standi sameiginlega að nefndaráliti og þeim breytingartillögum sem koma væntanlega fram við 3. umr. Við treystum því að sú sátt haldi.