Afbrigði

Fimmtudaginn 09. september 2010, kl. 15:01:37 (0)

138. löggjafarþing — 155. fundur,  9. sept. 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[15:01]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef oftar en ekki reynt að liðka fyrir málum þegar svo ber undir en í þessu tilfelli er ekki hægt að gera neitt annað en greiða atkvæði gegn þessu máli einfaldlega vegna þess að hér er eitt skýrasta dæmið sem menn geta séð um óvönduð vinnubrögð frá framkvæmdarvaldinu og löggjafanum eins og margoft … (Gripið fram í.) Er þetta ekki um atkvæðagreiðsluna? (Gripið fram í: Um stjórnlagaþingið.) Stjórnlagaþingið?

(Forseti (ÁRJ): Afbrigði um stjórnlagaþing.)

Afbrigði um stjórnlagaþing? (SER: Þú tekur bara Ragnar Reykás á þetta.) [Hlátur í þingsal.]

Virðulegur forseti. Það er að vísu eitthvað sem ég hugsa að ég hleypi bara í gegn og segi já. [Hlátur í þingsal.] (Forseti hringir.) En þið eigið von á mér hérna rétt á eftir.