Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 17:18:06 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:18]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að mörgum hafi verið ljós vitneskja um að ýmsir váboðar voru á ferðinni á þessu ári. Það kom ýmislegt fram um það í fjölmiðlum. Ég held að það sé alveg ljóst og hafi varla farið fram hjá hv. þingmanni. Ég held að það sé jafnljóst að með ýmsum hætti brugðust ráðherrar við þeirri stöðu sem upp var komin og það hefur komið fram með ýmsum hætti. Svo ég horfi til þess sem sneri að mér og húsnæðismálunum var m.a. lagt til að ESA-ákæran um ríkisábyrgð í húsnæðismálunum yrði skoðuð. Ég var á fullri ferð að vinna að því að koma með frumvarp um að skipta upp Íbúðalánasjóði. Það er eitt af þeim atriðum sem voru tiltekin og það var tilbúið frumvarp um það í septembermánuði þannig að það sem snýr að mér var alveg klárt í þessum efnum. Ýmis fleiri atriði (Forseti hringir.) sem ég hef ekki tíma til að nefna hér var verið að vinna á vettvangi ýmissa ráðuneyta.