Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:16:43 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ætlum við að láta það sannast með atkvæðum okkar í dag að ein lög gildi fyrir stjórnmálayfirstéttina og önnur fyrir hina? Þeir þingmenn sem hér sitja lofuðu þjóðinni því fyrir kosningar að gera upp hrunið, að kalla fólk til ábyrgðar, það er liður í þessu uppgjöri. Við í Hreyfingunni hvetjum alla þingmenn til þess að standa ekki í vegi fyrir því að þetta mál verði samþykkt.