Meðferð sakamála

Þriðjudaginn 03. nóvember 2009, kl. 14:48:27 (0)


138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

meðferð sakamála.

83. mál
[14:48]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að ákveðin rök séu fyrir því að halda sig við það að embætti héraðssaksóknara verði sett á fót og því legg ég það til í þessu frumvarpi. Svo það sé alveg á hreinu þá er það vissulega vilji framkvæmdarvaldsins að þetta embætti verði sett á fót svo sem löggjafinn samþykkti. Ég hef litið svo á að aðstæður séu einmitt óvenjulegar og að þetta sé tímabundið, þannig að þegar birti til sé hægt að taka upp þráðinn að nýju. Þannig að úr því að þessi faglegu rök eru til að setja á fót þetta embætti, hefði ég talið farsælast að fresta því um þennan tíma, í stað þess að hætta alveg við það.