Staða minni hluthafa

Þriðjudaginn 17. nóvember 2009, kl. 21:16:29 (0)


138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

staða minni hluthafa.

24. mál
[21:16]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil upplýsa hv. þingmann um að nú þegar liggja fyrir tvö frumvörp sem við koma breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög þar sem hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra tekur í raun og veru tillögu nefndarinnar sem vitnað var í hér á undan og gerir tillögur að lagabreytingum. Meðal annars er gerð tillaga í öðru frumvarpinu um það að stjórnarformaður sinni ekki öðrum störfum fyrir hlutafélagið eða félagið en megi þó taka að sér ákveðin verkefni. Auk þess er frumvarp í meðförum viðskiptanefndar þar sem verið er að lengja boðanafrest á hluthafafundi úr einni viku í þrjár. Síðan á viðskiptanefnd von á þriðja frumvarpinu frá hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra þar sem hluthafavernd í núverandi löggjöf er aukin, sérstaklega smærri hluthafa.