Hagnýting orku sjávarfalla

Miðvikudaginn 18. nóvember 2009, kl. 13:29:13 (0)


138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

hagnýting orku sjávarfalla.

121. mál
[13:29]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Vigdís Hauksdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. iðnaðarráðherra kærlega fyrir greinargott svar sem var yfirgripsmikið og fróðlegt. Greinilega er margt áhugavert við að fást í iðnaðarráðuneytinu. Ég fagna því að stjórnvöld fylgist svo vel með, eins og kom fram í þessu svari, og að unnið sé af heilindum til hagsbóta fyrir þjóðarbúið.

Það var svo áhugavert sem kom fram í svari ráðherrans um Hvammsfjörð, að þetta er allt þarna í ferli, að mig langar til að deila með þingmönnum villtustu draumum þeirra sem hafa mikla trú á sjávarfallaorku. Þeir sjá fyrir sér að boruð verði göng úr Hrútafirði til vesturstrandar Breiðafjarðar til að ná enn frekari hæð á sjávarföllin. Það er allt mögulegt í henni veröld.

Enn á ný þakka ég hæstv. iðnaðarráðherra fyrir góð svör. Þetta er afar áhugavert sem unnið er að í ráðuneytinu. Ég samgleðst ráðherranum innilega hvað þetta gengur vel og hvað það eru margir sem hafa áhuga á því að koma að nýsköpun og nýjum hugmyndum, ekki síst í virkjunum og rafmagnsframleiðslu. Ég endurtek að ég óska ráðherra til hamingju með þetta.