Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 10:44:48 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:44]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég hef miklar áhyggjur af ríkisstjórn Íslands. Við í minni hlutanum förum fram á að þetta mál sé rætt til hlítar því að þetta er eitt af stærstu málum Íslandssögunnar og við förum fram á að ráðherrar séu hér. Ég hef fylgst með umræðu á kvöldin og mér hefur fundist átakanlegt að horfa á ráðherrana okkar. Þeir eru orðnir úrvinda og þreyttir og ég held að þeir hafi ekki gott af næturfundi. [Hlátur í þingsal.]