Álag á Landspítalanum

Mánudaginn 14. desember 2009, kl. 10:38:16 (0)


138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

álag á Landspítalanum.

[10:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra Álfheiði Ingadóttur um hvort hún telji að álag á starfsfólk Landspítalans hafi aukist eður ei, hvort hægt sé að fá einhverjar upplýsingar um þetta aukna álag, hvort frekari niðurskurður, sem mun væntanlega birtast í þessu nýja fjárlagafrumvarpi, muni stuðla að frekara álagi og hvort forsendur séu fyrir því að skera svo mikið niður hjá t.d. sjúkraliðum. Þá langaði mig að spyrja um hvort einhver niðurstaða hafi komið af fundi með ungliðahreyfingu Sjúkraliðafélags Íslands.